Sá besti meiddist

Emiliano Martínez.
Emiliano Martínez. AFP/Justin Tallis

Emiliano Martínez, besti markvörður heims á Gullboltanum undanfarin tvö ár, fór meiddur af velli þegar lið hans Aston Villa tapaði 4:1 fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Staðan í hálfleik var 1:0 og fékk varamarkvörðurinn Robin Olsen á sig þrjú mörk í síðari hálfleik.

„Hann fann fyrir svolitlum sársauka í gær. Hann æfði og leið vel í upphituninni. Í fyrri hálfleik sagðist hann finna til sársauka og því ákváðum við að skipta honum út.

Ég veit ekki nákvæmlega hversu alvarleg meiðslin eru. Við þurfum að skoða hann,“ sagði Unai Emery, knattspyrnustjóri Villa, við fréttamenn eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert