Harry Maguire reyndist hetja Manchester United þegar hann skoraði sigurmarkið í 3:2-sigri á Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Maguire skoraði með hörkuskalla eftir hornspyrnu Bruno Fernandes en þá voru United-menn einum færri eftir að Patrick Dorgu hafði fengið beint rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks.
Sam Morsy skoraði sjálfsmark og Matthijs de Ligt komst einnig á blað hjá Man. United en Jaden Bidace skoraði bæði mörk Ipswich.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.