Tvöfaldur klobbi hjá Liverpool-manninum (myndskeið)

Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister skoruðu mörk Liverpool þegar liðið vann góðan 2:0-sigur á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Szoboszlai kom Liverpool yfir snemma leiks með skoti úr vítateignum sem fór á milli fóta tveggja varnarmanna Newcastle og framhjá Nick Pope í marki Newcastle.

Mac Allister innsiglaði svo sigurinn með þrumuskoti úr vítateignum eftir gott samspil við Mohamed Salah.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert