Tomás Soucek og Jarrod Bowen skoruðu mörk West Ham United þegar liðið lagði Leicester City að velli, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og hvorugt þeirra voru neitt mikið fyrir augað þar sem varnarmenn og markvörður Leicester gátu gert betur.
Soucek, Bowen og aðrir Hamrar láta sig þó fegurð markanna litlu varða þar sem þau tryggðu heimamönnum þrjú góð stig.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.