Miron Muslic, knattspyrnustjóri enska B-deildar liðsins Plymouth, er vægast sagt spenntur fyrir því að mæta Pep Guardiola og lærisveinum hans í Manchester City í ensku bikarkeppninni um helgina.
Muslic tók við Plymouth, sem Guðlaugur Victor Pálsson leikur með, eftir að Wayne Rooney lét af störfum og hefur rétt gengi liðsins af í deildinni auk þess sem Plymouth vann frækinn sigur á Liverpool í síðustu umferð bikarkeppninnar.
„Ég tel hann vera risa í íþróttinni okkar, risa sem þjálfara. Ég tel hann vera einn sigursælasta þjálfar í sögu íþrótta og einn þann sigursælasta í knattspyrnusögunni. Þetta er mesti heiður lífs míns á ferli mínum sem þjálfari.
Ég hlakka mikið til að taka í höndina á honum og láta hann vita að hann er risi í íþróttinni okkar og risa fyrirmynd fyrir hvern einasta þjálfara í heiminum,“ sagði Muslic um Guardiola í samtali við breska ríkisútvarpið.