Arsenal er sagt hafa mikinn áhuga á að fá Þjóðverjann Joshua Kimmich, lykilmann þýska knattspyrnustórveldisins Bayern München, í sínar raðir í sumar.
Bayern dró í gær til baka nýtt samningstilboð handa Kimmich, landsliðsfyrirliða Þýskalands. Verður Kimmich samningslaus í sumar og getur yfirgefið félagið frítt.
Nokkur félög, þar á meðal Liverpool, eru sögð hafa áhuga á Þjóðverjanum en nú hefur Arsenal bæst við hópinn.
SkySports í Þýskalandi segir frá en Arsenal mun reyna losa miðjumennina Jorginho og Thomas Partey í sumar.