Enska knattspyrnufélagið Crystal Palace hefur vikið Lauru Kaminski úr starfi þjálfara kvennaliðsins eftir dapurt gengi í ensku A-deildinni á tímabilinu.
The Athletic greinir frá.
Undir stjórn Kaminski hefur Palace aðeins unnið einn leik af 14 í deildinni og er liðið á botni deildarinnar með aðeins sex stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Hún stýrði liðinu frá því um sumarið 2023 en undir stjórn Kaminski vann Palace ensku B-deildina á síðasta tímabili og komst þá upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu kvennaliðsins.