Bournemouth áfram eftir vítakeppni

Evanilson fagnar marki Bournemouth.
Evanilson fagnar marki Bournemouth. AFP/Justin Tallis

Bour­nemouth er komið í átta liða úr­slit enska bik­ars­ins eft­ir sig­ur gegn Wol­ves í víta­keppni í dag.

Bras­il­íumaður­inn Evanil­son kom Bour­nemouth yfir eft­ir hálf­tíma­leik en landi hans Mat­heus Cunha jafnaði met­in á 60. mín­útu. Var staðan því 1:1 eft­ir venju­leg­an leiktíma og þurfti að grípa til fram­leng­ing­ar.

Eng­in mörk komu í fram­leng­ing­unni en marka­skor­ari Úlf­anna, Cunha, fékk rautt spjald á loka­mín­útu fram­leng­ing­ar­inn­ar.

Í víta­keppni hafði Bour­nemouth bet­ur, 5:4, en Just­in Klui­vert, Dango Ouatt­ara, Marcus Tavarnier, Lew­is Cook og Luis Sini­sterra skoruðu mörk Bour­nemouth í víta­keppn­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert