Bournemouth áfram eftir vítakeppni

Evanilson fagnar marki Bournemouth.
Evanilson fagnar marki Bournemouth. AFP/Justin Tallis

Bournemouth er komið í átta liða úrslit enska bikarsins eftir sigur gegn Wolves í vítakeppni í dag.

Brasilíumaðurinn Evanilson kom Bournemouth yfir eftir hálftímaleik en landi hans Matheus Cunha jafnaði metin á 60. mínútu. Var staðan því 1:1 eftir venjulegan leiktíma og þurfti að grípa til framlengingar.

Engin mörk komu í framlengingunni en markaskorari Úlfanna, Cunha, fékk rautt spjald á lokamínútu framlengingarinnar.

Í vítakeppni hafði Bournemouth betur, 5:4, en Justin Kluivert, Dango Ouattara, Marcus Tavarnier, Lewis Cook og Luis Sinisterra skoruðu mörk Bournemouth í vítakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert