Manchester City hefur tryggt sér sæti í átta liða úrslitum enska bikarsins eftir 3:1-sigur gegn Plymouth í Manchester í dag.
Plymouth komst óvænt yfir á 38. mínútu eftir mark frá varnarmanninum Maksym Talovierov. Hinn ungi Nico O’Reilly jafnaði metin fyrir City í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
O’Reilly kom heimamönnum yfir á 76. mínútu með sínu öðru marki. Belginn Kevin De Bruyne innsiglaði síðan sigur City á 90. mínútu.
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var á bekknum allan tímann fyrir Plymouth.