Tryggði sigurinn með tvennu á Englandi

Benoný Breki í leik með Stockport.
Benoný Breki í leik með Stockport. Ljósmynd/@StockportCounty

Benoný Breki Andrésson skoraði sín fyrstu mörk á Englandi fyrir Stockport í 2:1-sigri liðsins gegn lærisveinum Steve Bruce í Blackpool í ensku C-deildinni í knattspyrnu í dag.

Benoný kom inn á í hálfleik og skoraði aðeins mínútu síðar jöfnunarmark Stockport. Hann var aftur á ferðinni á 81. mínútu þegar hann kom heimamönnum yfir, 2:1.

Þetta voru fyrstu tvö mörk Benonýs á Englandi en hann gekk til liðs við Stockport í janúar frá KR.

Benoný sló markametið í efstu deild karla á síðustu leiktíð þegar hann skoraði 21 mark fyrir KR.

Stockport er í fjórða sæti deildarinnar með 60 stig, fjórum stigum frá Wycombe í öðru sæti sem gefur sæti í ensku B-deildinni.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert