Portúgalinn Rúben Amorim, knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United, svaraði goðsögn félagsins Wayne Rooney eftir tap liðsins fyrir Fulham í vítakeppni í enska bikarnum í dag.
United-liðið, sem er ríkjandi bikarmeistari, er úr leik í bikarnum og í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Amorim var spurður eftir leik hvert markmið liðsins væri og hann svaraði að það væri að vinna deildina.
Rooney taldi ummæli Amorim vera barnaleg þar sem liðið er í fjórða sæti.
Amorim var spurður út í ummæli Rooney af breska ríkisútvarpinu.
„Ummælin eru ekki barnaleg, ég held ekki að við séum að fara vinna deildina á þessu tímabili, eða vera líklegastir á næsta. En í grunninn er það markmiðið, að vinna deildina,“ svaraði Amorim.