Manchester United er úr leik

Fulham-menn fagna marki Calvins Bassey.
Fulham-menn fagna marki Calvins Bassey. AFP/Darren Staples

Fulham er komið áfram í enska bikar karla í knattspyrnu eftir sigur á Manchester United í vítakeppni í 16-liða úrslitunum á Old Trafford í dag. 

Fulham er því komið í átta liða úrslitin sem fara fram helgina 29. og 30. mars. 

Calvin Bassey kom Fulham yfir undir blálok fyrri hálfleiksins. Þá stangaði Rodrigo Muniz hornspyrnu Andreas Pereira á Bassey sem stangaði boltann í netið, 0:1. 

Fyrirliðinn Bruno Ferrnandes jafnaði metin á 71. mínútu með hnitmiðuðu skoti innan teigs eftir sendingu frá Diogo Dalot, 1:1. 

Ekki var meira skoraði í venjulegum tíma og framlengingu og því þurfti vítakeppni til að útkljá málin. 

Bernd Leno reyndist hetja Fulham í vítakeppninni en hann varð frá bæði Victori Lindelöf og Joshua Zirkzee á meðan að Fulham skoraði úr öllum sínum vítum.

Danirnir Rasmus Höjlund, t.h., og Joachim Andersen í baráttunni.
Danirnir Rasmus Höjlund, t.h., og Joachim Andersen í baráttunni. AFP/Darren Staples
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Man. United 4:5 Fulham opna loka
121. mín. Bruno Fernandes (Man. United) skorar úr víti 1:0 - Bruno mjög öruggur á punktinum!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert