Manchester United er úr leik

Fulham-menn fagna marki Calvins Bassey.
Fulham-menn fagna marki Calvins Bassey. AFP/Darren Staples

Ful­ham er komið áfram í enska bik­ar karla í knatt­spyrnu eft­ir sig­ur á Manchester United í víta­keppni í 16-liða úr­slit­un­um á Old Trafford í dag. 

Ful­ham er því komið í átta liða úr­slit­in sem fara fram helg­ina 29. og 30. mars. 

Cal­vin Bass­ey kom Ful­ham yfir und­ir blálok fyrri hálfleiks­ins. Þá stangaði Rodrigo Mun­iz horn­spyrnu Andreas Pereira á Bass­ey sem stangaði bolt­ann í netið, 0:1. 

Fyr­irliðinn Bruno Ferrn­and­es jafnaði met­in á 71. mín­útu með hnit­miðuðu skoti inn­an teigs eft­ir send­ingu frá Di­ogo Dalot, 1:1. 

Ekki var meira skoraði í venju­leg­um tíma og fram­leng­ingu og því þurfti víta­keppni til að út­kljá mál­in. 

Bernd Leno reynd­ist hetja Ful­ham í víta­keppn­inni en hann varð frá bæði Victori Lindelöf og Jos­hua Zirkzee á meðan að Ful­ham skoraði úr öll­um sín­um vít­um.

Danirnir Rasmus Höjlund, t.h., og Joachim Andersen í baráttunni.
Dan­irn­ir Rasmus Höj­lund, t.h., og Joachim And­er­sen í bar­átt­unni. AFP/​Dar­ren Stap­les
Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Man. United 4:5 Ful­ham opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert