Anthony Gordon, einn helsti leikmaður Newcastle, fékk beint rautt spjald í leik liðsins gegn Brighton í 16-liða úrslitum ensku bikarkepninnar í fótbolta í Newcastle í dag.
Leikurinn er enn í gangi en staðan er 2:1 í seinni hálfleik framlengingarinnar.
Gordon fékk rautt spjald á 83. mínútu fyrir að hafa ýtt í hnakkann á Jan Paul van Hecke varnarmanni Brighton.
Hann mun í kjölfarið missa af leikjum Newcastle gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni og úrslitaleik deildabikarsins gegn Liverpool.
Síðan mun einn leikur bætast við, annaðhvort í átta liða úrslitum bikarsins eða gegn Brentford á heimavelli í deildinni.