Karlalið Tottenham Hotspur í knattspyrnu hefur glímt við mikla meiðslakrísu á yfirstandandi tímabili og nú hefur Svíinn öflugi Dejan Kulusevski bæst á meiðslalistann.
Daily Mail greinir frá því að Kulusevski sé að glíma við meiðsli á fæti og missi af þeim sökum af leik Tottenham gegn AZ Alkmaar í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag og leik gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Meiðslalistinn hefur verið lengri stærstan hluta tímabilsins en Dominic Solanke, Richarlison, Radu Dragusin og Ben Davies eru sem stendur á honum.
Vonir standa þá til að Cristian Romero og Micky van de Ven geti brátt byrjað að spila að nýju.