Fær ekki að dæma um helgina

Jean-Philippe Mateta steinliggur og Oliver ræðir við menn.
Jean-Philippe Mateta steinliggur og Oliver ræðir við menn. AFP/Glyn Kirk

Knattspyrnudómarinn Michael Oliver dæmir ekki í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina.

Oliver dæmdi leik Crystal Palace og Millwall í enska bikarnum á laugardaginn var og missti af stóru atviki þegar Liam Roberts í marki Millwall tæklaði Jean-Philippe Mateta, sóknarmann Crystal Palace, í andlitið.

Oliver ætlaði ekki að dæma neitt á atvikið og var Roberts ekki rekinn af velli fyrr en VAR-dómararnir sögðu Oliver að horfa á það á myndbandi.

Mateta þurfti 25 spor í andlitið eftir tæklinguna á meðan Roberts gæti átt yfir höfði sér lengra en hefðbundið þriggja leikja bann fyrir beint rautt spjald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert