Tilburðir André Onana, markvarðar enska knattspyrnuliðsins Manchester United, í leik liðsins við Fulham í enska bikarnum á sunnudaginn hafa vakið mikla athygli.
Þrátt fyrir að United hafi verið á heimavelli og aldrei komist yfir í leiknum virtist Onana vera að tefja, því hann tók sér drjúgan tíma í að koma boltanum í leik eftir að hann fékk knöttinn í hendurnar.
Myndskeið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
— Onana - What's my name? (@OnanaOOC) March 3, 2025