Enski knattspyrnumaðurinn Jack Grealish var myndaður dauðadrukkinn á götum Newcastle á sunnudaginn síðasta.
Grealish, sem er 29 ára gamall, er samningsbundinn Manchester City en hann hefur áður komið sér í fréttirnar fyrir afrek sín utan vallar.
Pep Guardiola, stjóri City, gaf leikmönnum City, frí á sunnudaginn eftir bikarsigurinn gegn Plymouth í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn.
Sportsmail greinir frá því að Grealish hafi eytt öllum sunnudeginum í Newcastle þar sem hann sat við drykkju ásamt félögum sínum.
Grealish er að eiga eitt sitt allra versta tímabil á ferlinum en hann hefur aðeins lagt upp eitt mark í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Alls hefur hann skorað tvö mörk og lagt upp önnur fimm í 26 leikjum í öllum keppnum.
Jack Grealish leaves Newcastle pub looking unsteady pic.twitter.com/8H86Ae721f
— Mail Sport (@MailSport) March 3, 2025