Skotmark Liverpool vill skipta um félag

Milos Kerkez í baráttunni við Mo Salah í leik Bournemourh …
Milos Kerkez í baráttunni við Mo Salah í leik Bournemourh og Liverpool í síðasta mánuði. AFP/Glyn Kirk

Knattspyrnumaðurinn Milos Kerkez, leikmaður Bournemouth á Englandi, vill yfirgefa félagið eftir tímabilið.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá. Liverpool er eitt þeirra félaga sem hafa áhuga á ungverska varnarmanninum.

Kerkez hefur leikið 30 leiki með Bournemouth á leiktíðinni, skorað tvö mörk og lagt upp fjögur til viðbótar.

Hann kom til félagsins árið 2023 frá AZ Alkmaar en þar á undan var hann hjá ítalska stórliðinu AC Milan.

Kerkez skipti nýverið um umboðsmann og er nú með sama umboðsmann og Federico Chiesa sem skipti yfir til Liverpool í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert