Enski knattspyrnumaðurinn Kobbie Mainoo, leikmaður Manchester United, krefst þess að fá 180 þúsund pund í vikulaun en miðjumaðurinn og félagið hófu samningaviðræður á dögunum.
Daily Mail greinir frá að viðræður séu í gangi um nýjan langtímasamning en Mainoo er aðeins 19 ára gamall. Er hann samningsbundinn félaginu til ársins 2027.
Mainoo var í stóru hlutverki í enska landsliðinu á EM síðasta sumar og telja hann og umboðsmenn hans að miðjumaðurinn eigi sömu laun skilið og aðrir landsliðsmenn United.
Leikmaðurinn hefur spilað 25 leiki á tímabilinu og komið að tveimur mörkum.