„Vítakeppnir skemmtilegar þegar þeim er lokið“

Andoni Iraola.
Andoni Iraola. AFP/Glyn Kirk

Andoni Iraola, knattspyrnustjóri Bournemouth, viðurkennir að hann sé ekki mikill aðdáandi vítaspyrnukeppna nema þegar þeim er lokið og lið hans hefur unnið.

Bournemouth þurfti vítaspyrnukeppni gegn Wolves til þess að tryggja sér sigur í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar um liðna helgi.

„Ég var auðvitað taugaóstyrkur. Ég tel vítaspyrnukeppnir vera skemmtilegar þegar þeim er lokið og þú ert búinn að vinna en á meðan ferlinu stendur er það erfitt ferli að ganga í gegnum,“ sagði Iraola á fréttamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert