Sænski knattspyrnumaðurinn Victor Lindelöf mun að öllum líkindum yfirgefa enska knattspyrnufélagið Manchester United í sumar.
Það er The Times sem greinir frá þessu en Lindelöf, sem er þrítugur, gekk til liðs við United frá Benfica, sumarið 2017, fyrir 30 milljónir punda.
Hann hefur aldrei staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans en alls á hann að baki 270 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.
The Times greinir frá því að Lindelöf sé á óskalista forráðamanna Benfica, þar sem hann lék í fimm ár áður en hann fór til Manchester.
Svíinn á að baki 70 A-landsleiki fyrir Svíþjóð þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.