Enn einn niðurskurðurinn hjá United

Frá Old Trafford, heimavelli Manchester United.
Frá Old Trafford, heimavelli Manchester United. AFP/Darren Staples

Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe, einn af eigendum enska knattspyrnufélagsins Manchester United, heldur áfram að skoða leiðir til að skera niður kostnað hjá félaginu, þar sem fjárhagsstaða þess er ekki góð.

United íhugar nú að flytja skrifstofu sína í London á nýjan og ódýrari stað en undanfarin tvö ár hefur félagið haft aðstöðu í Kensington-svæðinu.

Er skrifstofan rúmir 2.000 fermetrar og vill félagið minnka við sig til að spara kostnað, þrátt fyrir að það hafi gert tíu ára leigusamning fyrir tveimur árum.

The Guardian greinir frá að Ratcliffe vilji að sem flestir starfsmenn félagsins starfi í Manchester en vill þó áfram hafa skrifstofu í höfuðborginni.

Nokkuð hundruð starfsmanna félagsins hafa misst vinnuna á undanförnum vikum og gætu fleiri hópuppsagnir fylgt á næstu vikum og mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert