Glæsilegt mark Benonýs (myndskeið)

Beoný fagnar marki sínu í gær.
Beoný fagnar marki sínu í gær. Ljósmynd/Stockport

Framherjinn Benoný Breki Andrésson tryggði Stockport eitt stig gegn Northampton á útivelli í ensku C-deildinni í fótbolta í gær með glæsilegum skalla.

Fram­herj­inn skoraði tvö mörk gegn Blackpool á laug­ar­dag og er því kom­inn með þrjú mörk í tveim­ur leikj­um.

Beno­ný var ekki lengi að láta vita af sér í gær því hann kom inn á sem varamaður á 70. mín­útu og jafnaði níu mín­út­um síðar.

Markið glæsilega má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert