Landsliðskonan glímir við meiðsli

Hlín Eiríksdóttir lék ekki með Leicester.
Hlín Eiríksdóttir lék ekki með Leicester. Ljósmynd/Alex Nicodim

Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í fótbolta, var ekki með liði sínu Leicester City er það tapaði fyrir Chelsea, 3:1, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sóknarkonan meiddist í leik Leicester og Manchester United um helgina og lék aðeins fyrri hálfleikinn.

Greint er frá því á vefsíðu Leicester að Hlín hafi ekki leikið í kvöld vegna meiðsla en ekki er reiknað með að hún verði lengi frá.

Næsti leikur Leicester er 23. mars næstkomandi er liðið mætir Brighton á heimavelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert