Missir af úrslitaleiknum gegn Liverpool

Anthony Gordon eftir að hann braut á Jan Paul van …
Anthony Gordon eftir að hann braut á Jan Paul van Hecke. AFP/Andu Buchanan

Enska knattspyrnufélagið Newcastle United hefur ákveðið að áfrýja ekki rauða spjaldinu sem Anthony Gordon fékk í 2:1-tapi fyrir Brighton & Hove Albion 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi.

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, hafði ýjað að því að félagið myndi láta á það reyna að áfrýja þar sem Gordon hafi ekki haft neitt illt í hyggju en nú er ljóst að ekkert verður af því.

Gordon fékk beint rautt spjald fyrir að slá Jan Paul van Hecke og er á leið í þriggja leikja bann. Það þýðir að enski landsliðsmaðurinn missir meðal annars af úrslitaleik enska deildabikarsins gegn Liverpool á Wembley sunnudaginn 16. mars.

Einnig missir hann af deildarleikjum gegn West Ham United næsta mánudagskvöld og Brentford 2. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert