Óvænt u-beygja í Liverpool?

Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. AFP/Paul Ellis

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool eru bjartsýnir á að halda enska bakverðinum Trent Alexander-Arnold.

Það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu en Alexander-Arnold, sem er 26 ára gamall, hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid undanfarna mánuði.

Samningur hans við Liverpool rennur út í sumar og er honum þá frjálst að yfirgefa félagið á frjálsri sölu.

Bakvörðurinn er uppalinn hjá Liverpool og á að baki 358 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 26 mörk og lagt upp önnur 88 til viðbótar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert