Tóku ekki þátt í æfingu United

Harry Maguire.
Harry Maguire. AFP/Oli Scarff

Harry Maguire og Manuel Ugarte, leikmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United, tóku ekki þátt í æfingu enska liðsins í morgun vegna meiðsla.

Það er BBC sem greinir frá þessu en United mætir Real Sociedad í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld á Spáni.

BBC greinir frá því að ólíklegt sé að þeir Maguire og Ugarte verði klárir í slaginn fyrir leikinn á morgun en báðir meiddust þeir í bikarleiknum gegn Fulham á dögunum.

Aðrir leikmenn United eru þó heilir heilsu og ættu að vera klárir í slaginn fyrir leikinn á morgun en Orri Steinn Óskarsson er samningsbundinn Real Sociedad.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert