Fjalla ítarlega um feril Jóhannesar

Farið er ítarlega yfir feril Jóhannesar Karls í greininni.
Farið er ítarlega yfir feril Jóhannesar Karls í greininni. Ljósmynd/Leicester

Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester birti í gær ítarlegt viðtal við Jóhannes Karl Guðjónsson en hann lék með liðinu frá 2004 til 2006.

Ástæða viðtalsins er að fyrir tveimur dögum voru akkúrat 19 ár síðan hann skoraði frá miðlínunni fyrir Leicester gegn Hull.

Í greininni er farið ítarlega yfir feril Jóhannesar, allt frá uppvaxtarárunum á Akranesi og þar til hann gerðist atvinnumaður í Belgíu, Spáni, Englandi og Hollandi.

Jóhannes var í miklum metum hjá stuðningsmönnum Leicester, þar sem hann er helst þekktur fyrir að skora mark af eigin vallarhelmingi og að vera valinn leikmaður ársins hjá félaginu.

Miðjumaðurinn fyrrverandi var í lykilhlutverki hjá Leicester í B-deildinni og sérstaklega tímabilið 2004/05 þegar hann skoraði átta mörk.

Greinina má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert