Ivan Juric, knattspyrnustjóri karlaliðs Southampton, vill meina að það sé ekki ómögulegt að sigra topplið Liverpool en liðin eigast við á Anfield í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15 á morgun.
Liðin eru sitthvorum megin á töflunni en Liverpool er með 13 stiga forskot á toppi deildarinnar og Southampton er í neðsta sæti með aðeins níu stig.
Þrátt fyrir það er stjóri Southampton-liðsins vongóður fyrir morgundeginum.
„Fyrir leik er ég alltaf vongóður. Eftir leik hugsa ég kannski öðruvísi en ég sé alltaf tækifæri til að valda einhverjum usla.
Það er ekki ómögulegt að sigra Liverpool, við munum reyna okkar besta,“ sagði Juric á blaðamannafundi í dag.
Leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is á morgun.