Að sigra Liverpool ekki „ómögulegt“

Ivan Juric er knattspyrnustjóri karlaliðs Southampton.
Ivan Juric er knattspyrnustjóri karlaliðs Southampton. AFP/Oli Scarff

Ivan Juric, knatt­spyrn­u­stjóri karlaliðs Sout­hampt­on, vill meina að það sé ekki ómögu­legt að sigra topplið Li­verpool en liðin eig­ast við á An­field í ensku úr­vals­deild­inni klukk­an 15 á morg­un. 

Liðin eru sitt­hvor­um meg­in á töfl­unni en Li­verpool er með 13 stiga for­skot á toppi deild­ar­inn­ar og Sout­hampt­on er í neðsta sæti með aðeins níu stig. 

Þrátt fyr­ir það er stjóri Sout­hampt­on-liðsins vongóður fyr­ir morg­un­deg­in­um.

„Fyr­ir leik er ég alltaf vongóður. Eft­ir leik hugsa ég kannski öðru­vísi en ég sé alltaf tæki­færi til að valda ein­hverj­um usla. 

Það er ekki ómögu­legt að sigra Li­verpool, við mun­um reyna okk­ar besta,“ sagði Juric á blaðamanna­fundi í dag. 

Leik­ur­inn verður í beinni texta­lýs­ingu á mbl.is á morg­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert