Fyrirliði Chelsea framlengdi

Millie Bright er fyrirliði Chelsea.
Millie Bright er fyrirliði Chelsea. Ljósmynd/Chelsea

Millie Bright, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea, hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir til sumarsins 2026, með möguleika á því að framlengja um eitt ár til viðbótar.

Bright, sem er 31 árs, hefur verið hjá Chelsea frá árinu 2014 og er sá leikmaður liðsins sem hefur verið lengst hjá félaginu.

Hún hefur verið afar sigursæl á ferli sínum hjá Chelsea en alls hefur Bright unnið sjö Englandsmeistaratila, fimm bikarmeistaratitla og tvo deildabikarmeistaratitla með liðinu.

Þá var hún hluti af enska landsliðinu sem varð Evrópumeistari á heimavelli sumarið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert