Varnarmaðurinn Nathan Aké verður sennilega ekki meira á tímabilinu með Englandsmeisturum Manchester City í knattspyrnu. Frá þessu sagði Pep Guardiola knattspyrnustjóri liðsins á blaðamannafundi í gær.
Aké fór meiddur af velli í bikarsigri City á Plymouth Argyle í byrjun mánaðar en samkvæmt Guardiola verður hann frá í tíu til ellefu vikur.
Manchester City heimsækir Nottingham Forest í fyrsta leik 28. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni á morgun.