Wolves og Everton gerðu jafntefli, 1:1, í 28. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í Wolverhampton í kvöld.
Eftir leikinn er Wolves með 23 stig í 17. sæti deildarinnar en Everton er með 33 í 14. sæti.
Jack Harrison kom Everton yfir á 33. mínútu en Marshall Munetsi jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiksins, 1:1, og þar við sat.