Brighton vann afar dramatískan sigur á Fulham, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á heimavelli Brighton í dag.
Raul Jiménez kom Fulham yfir á 35. mínútu en sex mínútum síðar jafnaði Jan Paul van Hecke metin fyrir Brighton, 1:1.
Sigurmark Brighton kom síðan undir blálok leiks en þá fékk liðið vítaspyrnu. Þá braut Harrison Reed á Joao Pedro inn í teig Fulham og dómarinn Samuel Barrott benti á punktinn.
Fulham-menn voru ósáttir við dóminn en á punktinn steig Pedro sem skoraði.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.