Arteta strunsaði úr viðtali

Mikel Arteta.
Mikel Arteta. AFP/Paul Ellis

Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal strunsaði úr viðtali eftir að liðið gerði 1:1-jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Blaðamaður á Sky Sports spurði Arteta hvort hann sæi eftir því að hafa ekki náð í framherja í janúarglugganum og fékk einfalt „nei“ við því. 

Næst reyndi blaðamaðurinn að spyrja út í 15 stiga forystu Liverpool á toppi deildarinnar en Arteta hafði ekki áhuga á því að svara og fór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert