Fjögurra marka fjör í Lundúnum (myndskeið)

Fyrirliðinn Son Heung-Min tryggði Tottenham Hotspur eitt stig þegar hann fékk vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni í jafntefli gegn Bournemouth, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Bournemouth hafði komist í 0:2 með laglegum mörkum frá Marcus Tavernier og Evanilson.

Pape Matar Sarr minnkaði hins vegar muninn með glæsilegu skoti eða fyrirgjöf sem fór í stöngina og inn áður en Son skoraði af öryggi úr spyrnu sem hann fékk eftir að markvörðurinn Kepa Arrizabalaga felldi Son innan vítateigs.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert