Liverpool sló Arsenal óvænt út og mætir toppliðinu

Leikmenn Liverpool að fagna í dag.
Leikmenn Liverpool að fagna í dag. Ljósmynd/Liverpool

Liverpool sló Arsenal óvænt út í átta liða úrslitum enska deildabikars kvenna í knattspyrnu í London í dag en leikurinn endaði 1:0 fyrir gestunum.

Það munar 15 stigum á liðunum í deildinni en Arsenal er í þriðja sæti og Liverpool í sjötta sæti.

Daphne van Domselaar, markmaður Arsenal, skoraði sjálfsmark en fast skot frá Sophie Haug fór í stöngina og í bakið á Domselaar.

Chelsea, sem er á toppi deildarinnar, komst einnig áfram í undanúrslit eftir 1:0-sigur á Crystal Palace en Lauren James skoraði sigurmarkið.

Manchester City hafði betur gegn Aston Villa, 2:0, en Kadija Shaw og Jessica Park skoruðu mörk City.

Í gær sigraði Manchester United Southampton 3:1 og dregið var í undanúrslit eftir leiki dagsins.

Manchester liðin mætast og Liverpool mætir toppliði Chelsea 12. eða 13. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert