Palmer klúðraði víti í fyrsta sinn á ferlinum

Cole Palmer tókst ekki að skora úr vítaspyrnu.
Cole Palmer tókst ekki að skora úr vítaspyrnu. AFP/Justin Tallis

Chelsea hafði betur gegn Leicester City, 1:0, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í London í dag þrátt fyrir vítaklúður Cole Palmer. 

Chelsea er í fjórða sæti deildarinnar með 49 stig en Leicester  er í 19. og fallsæti með aðeins 17 stig eftir 28 umferðir.

Chelsea fékk vítaspyrnu eftir aðeins 19 mínútur þegar Daninn Victor Kristiansen felldi Jaden Sancho inni í teig. Samaldi Kristiansen, Mads Hermansen, kom honum til bjargar og varði vítaspyrnuna frá Palmer. Þetta var ágæt spyrna hjá Palmer en mjög vel varið hjá Hermansen.

Þetta var þrettánda vítaspyrna Palmer í ensku úrvalsdeildinni og sú fyrsta sem hann klúðrar. Hann hefur núna ekki skorað mark átta leiki í röð.

Vinstri bakvörðurinn Marc Cucurella skoraði sigurmark Chelsea með þrumuskoti á 60. mínútu og leikurinn endaði 1:0 en þetta var fjórða mark hans á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert