Raya bjargaði Arsenal gegn United (myndskeið)

David Raya, markvörður Arsenal í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, átti frábærar vörslur þegar Arsenal og Manchester United gerðu 1:1-jafntefli í dag.

Bruno Fernandes fyrirliði United gat stolið sigrinum í uppbótartíma en Raya varði vel. Boltinn fór svo upp í loftið og var á leiðinni inn í markið en Raya var eldsnöggur á fætur og kom boltanum í burtu.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­starfi við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert