Marshall Munetsi tryggði Wolverhampton Wanderers jafntefli, 1:1, gegn Everton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í deildinni.
Jack Harrison hafði komið Everton yfir eftir rúmlega hálftíma leik en Munetsi jafnaði metin fimm mínútum fyrir leikhlé.
Hann tók þá gott hlaup og fékk glæsilega sendingu inn fyrir frá Jean-Ricner Bellegarde og afgreiddi boltann viðstöðulaust í netið.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.