Sögulegt vítaklúður Palmers (myndskeið)

Cole Palmer klúðraði vítaspyrnu í fyrsta sinn á ferlinum en það kom ekki að sök þegar lið hans Chelsea vann nýliða Leicester City 1:0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Palmer hafði fyrir leikinn skorað úr öllum 12 vítaspyrnum sem hann hafði tekið í úrvalsdeildinni og hafði enginn með 100 prósent árangur skorað úr svo mörgum spyrnum.

Mads Hermansen varði frá honum í dag en Marc Cucurella skoraði svo sigurmark Chelsea með hörkuskoti fyrir utan vítateig sem hafnaði niðri í fjærhorninu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert