Hollendingurinn Cody Gakpo gæti spilað með Liverpool gegn París SG í Meistardeild Evrópu í fótbolta á Anfield annað kvöld.
Gakpo hefur misst af síðustu tveimur leikjum Liverpool vegna meiðsla en hann var með á æfingu liðsins núna eftir hádegið.
Liverpool vann fyrri leik liðanna í París, 1:0, og nægir jafntefli annað kvöld til að komast í sextán liða úrslitin.