Mikilvægur útisigur Newcastle

Bruno Guimaraes fagnar sigurmarki sínu.
Bruno Guimaraes fagnar sigurmarki sínu. AFP/Adrian Dennis

Newcastle vann mikilvægan útsigur á West Ham, 1:0, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Lundúnum í kvöld. 

Eftir leik er Newcastle með 47 stig í sjötta sæti deildarinnar en West Ham er í 16. sæti með 33. 

Sigurmarkið skoraði Bruno Guimaraes á 63. mínútu leiksins eftir sendingu frá Harvey Barnes. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert