Norður-Írinn rekinn á Englandi

Michael Duff er ei lengur þjálfari Huddersfield.
Michael Duff er ei lengur þjálfari Huddersfield. Ljósmynd/Huddersfield

Norður-Írinn Michael Duff hefur verið rekinn sem þjálfari karlaliðs enska knattspyrnufélagsins Huddersfield Town. 

Duff tók við liðinu í maí í fyrra og skrifaði undir þriggja ára samning en þá féll Huddersfield-liðið niður í C-deildina. 

Skýra markmið liðsins var að fara beint aftur upp en Huddersfield hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og er í sjöunda sæti, sem er ekki umspilssæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert