Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe, einn af eigendum enska knattspyrnufélagsins Manchester United, sagði suma leikmenn karlaliðsins ekki nægilega góða.
Ratcliffe var í löngu viðtali hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, þar sem hann tjáði sig um marga hluti.
Meðal annars var hann spurður út í ákveðna leikmenn en United hefur eytt mikið af peningum i leikmenn undanfarin ár sem hafa ekki staðist undir væntingum.
United á enn eftir að greiða alla upphæðina fyrir nokkra af þeim leikmönnum, meðal annars Antony, Casemiro, André Onana, Rasmus Höjlund og Jadon Sancho.
Ratcliffe nafgreindi þá alla og sagði: „Það tekur tíma að koma sér úr fortíðinni og inn í nýja framtíð.“
Hann var síðan spurður hvort þessir leikmenn væru ekki nógu góðir fyrir Manchester United.
„Sumir eru ekki nógu góðir og fá alltof há laun. Þetta mun taka okkur tíma, að búa til liðs sem við viljum,“ svaraði Ratcliffe meðal annars.