Verður næsti íþróttastjóri Arsenal

Andrea Berta.
Andrea Berta. Ljósmynd/Atlético Madrid

Ítalinn Andrea Berta verður næsti íþróttastjóri enska knattspyrnufélagsins Arsenal. 

The Athletic segir frá en Berta tekur við af Jayson Ayto sem hefur verið bráðabirgðaíþróttastjóri félagsins eftir að Edu hætti í nóvember.  

Berta, sem er 53 ára gamall, er með mikla reynslu en hann var íþróttastjóri Atlético Madrid í átta ár áður en hann hætti í janúar á þessu ári. 

The Athletic segir jafnframt frá því að mikið verði að gera hjá Berta fyrstu mánuði hans í starfi en karlalið Arsenal stefnir á að styrkja sig til muna næsta sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert