Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester City eru í viðræðum við umboðsmann þýska sóknarmannsins Florian Wirtz.
Það er Football Insider sem greinir frá þessu en Wirtz, sem er 21 árs gamall, er einnig eftirsóttur af Bayern München og Real Madrid.
Hann er uppalinn hjá félaginu og var í lykilhlutverki á síðustu leiktíð þegar Leverkuse varð Þýskalandsmeistari í fyrsta sinn.
Alls á hann að baki 191 leik fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 56 mörk og lagt upp önnur 63.
Leikmaðurinn kostar í kringum 150 milljónir punda en hann er samningsbundinn Leverkusen út keppnistímabilið 2026-27.