City í viðræður við Þjóðverjann eftirsótta

Florian Wirtz.
Florian Wirtz. AFP/Kirill Kudryavtsev

For­ráðamenn enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Manchester City eru í viðræðum við umboðsmann þýska sókn­ar­manns­ins Flori­an Wirtz.

Það er Foot­ball Insi­der sem grein­ir frá þessu en Wirtz, sem er 21 árs gam­all, er einnig eft­ir­sótt­ur af Bayern München og Real Madrid.

Hann er upp­al­inn hjá fé­lag­inu og var í lyk­il­hlut­verki á síðustu leiktíð þegar Le­verku­se varð Þýska­lands­meist­ari í fyrsta sinn.

Alls á hann að baki 191 leik fyr­ir fé­lagið þar sem hann hef­ur skorað 56 mörk og lagt upp önn­ur 63.

Leikmaður­inn kost­ar í kring­um 150 millj­ón­ir punda en hann er samn­ings­bund­inn Le­verku­sen út keppn­is­tíma­bilið 2026-27.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert