Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur áhuga á því að festa kaup á þýska varnarmanninum Nico Schlotterbeck, miðverði Borussia Dortmund.
Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að Liverpool sé reiðubúið að greiða 42 milljónir punda, jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna, fyrir Schlotterbeck, sem er 25 ára gamall.
Hann hefur verið lykilmaður hjá Dortmund frá því Schlotterbeck kom frá Freiburg sumarið 2022 og sömuleiðis gert sig gildandi hjá þýska landsliðinu, þar sem hann á 18 landsleiki.