Lenti saman á æfingu Liverpool (myndskeið)

Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold fagna um helgina.
Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold fagna um helgina. AFP/Paul Ellis

Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold, leikmönnum enska knattspyrnufélagsins Liverpool, lenti saman á æfingu liðsins í gær.

Æfingin var opin fyrir fjölmiðla en Liverpool mætir París SG í síðari leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á Anfield.

Liverpool leiðir í einvíginu, 1:0, og dugar því jafntefli til þess að komast áfram í átta liða úrslit keppninnar þar sem liðið mætir annaðhvort Club Brugge eða Aston Villa.

Á æfingunni í gær stjakaði Salah lauslega við Alexander-Arnold sem tók ekki vel í athæfið og lét hann heyra það.

Liðsfélagar þeirra stigu inn á milli og komu í veg fyrir að til handalögmála kæmi en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Stimpingarnar hefjast á níundu mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert