Óvænt u-beygja hjá forráðamönnum Barcelona

Frenkie De Jong.
Frenkie De Jong. AFP/Haitham Al-Shukairi

Forráðamenn knattspyrnuliðs Barcelona hafa hafið viðræður við hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong um nýjan samning.

Það er spænski miðillinn Sport sem greinir frá þessu en de Jong, sem er 27 ára gamall, hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu undanfarna mánuði.

De Jong er á meðal launahæstu leikmanna Barcelona og voru forráðamenn félagsins tilbúnir að selja hann á 40 milljónir evra síðasta sumar en Barcelona borgaði Ajax 75 milljónir evra fyrir hann á sínum tíma.

Hansi Flick, stjóri Barcelona, er hins vegar sagður hafa skipt um skoðun varðandi miðjumanninn og vill nú að félagið leggi allt kapp á að halda honum.

De Jong á að baki 242 leiki fyrir félagið í öllum keppnum en hann hefur verið orðaður við bæði Liverpool og Manchester United undanfarna mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert